Jafnlaunastaðfesting eða jafnlaunavottun?

Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar 2018 og kveða á um að öll fyrirtæki með yfir 25 starfsmenn skuli hljóta jafnlaunavottun. Með uppfærðum jafnréttislögum (150/2020) kom inn nýtt ákvæði um fyrirtæki sem eru af stæðrðargráðu 25-49 starfsmenn.

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting á því að skipulagsheild, fyrirtæki eða stofnun, uppfylli ákvæði sem talin eru upp í jafnréttislögum (150/2020) og varða bann við mismunum á grundvelli kyns. Jafnréttisstofa er í eftilitshlutverki og veitir staðfestingu á því að skilyrði séu uppfyllt á fullnægjandi hátt.

 

Fyrir hverja er jafnlaunastaðfesting

Vinnustaði þar sem starfa 25-49 starfsmenn á ársgrundvelli.

Vinnustaðir af þessari stærðargráðu hafa val að hljóta jafnlaunavottun í stað jafnlaunastaðfestingar ef þeir kjósa að fara í það ferli.

 

Hver eru helstu verkefnin?

Helstu verkefni má brjóta í 4 yfirþætti, þ.e. stefnu og áætlanir, starfaflokkun, launagreiningu og rýni stjórnenda.

Hver er munurinn á jafnlaunastaðfestingu og jafnlaunavottun?

Að hljóta jafnlaunastaðfestingu er umfangsminna verkefni en að hljóta jafnlaunavottun þar sem ekki er krafa um að uppfylla öll skilyrði Jafnlaunastaðals ÍST 85:2012, m.a. varðandi skjalfestingu og skilgreiningu á verklagsreglum.

 

Jafnlaunastaðfesting Jafnlaunavottun
Byggir ekki á jafnlaunastaðli Byggir á kröfum jafnlaunastaðals ÍST 85:2012
Jafnréttisstofa úttektaraðili á kröfum Úttekt hjá faggildri vottunarstofu
Ekki leyfi til notkunar jafnlaunamerkis Leyfi til notkunar jafnlaunamerkis
Fyrir vinnustaði sem eru minna en 50% í eigu ríkisins og starfa 25-49 starfsmenn Fyrir alla vinnustaði þar sem starfa 50 starfsmenn eða fleiri

 

 

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...