Ráður hefur hafið samstarf við Sveitarfélagið Ölfus um innleiðingu á Jafnlaunastaðli ÍST85. Skipaður hefur verið vinnuhópur sem mun á næstu mánuðum innleiða gæðakerfi í launamyndun í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals. Stefnt er á að ljúka ferlinu með vottun á haustmánuðum og lítur teymið jákvæðum augum á vinnuna sem framundan er.
Nánari upplýsingar um samstarfið má finna á heimasíðu Sveitarfélagsins Ölfuss.