Um okkur

Ráður sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við stjórnunarkerfi og stefnumótun. Helstu verkefni sem við tökum að okkur er að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum innleiðingu á jafnlaunastaðli og uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar. Stefna Ráðar er styðja við skipulagsheildir sem hyggjast vera leiðandi í jafnréttismálum og taka þátt í þróun á lausnum sem tryggja skilvirka starfrækslu jafnlaunakerfa til frambúðar. Einnig tökum við að okkur að sinna mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana frá a-ö, tímabundið eða til frambúðar, og veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum. Ráður var stofnað í apríl 2018 af Gyðu Björgu Sigurðardóttur og Önnu Betu Gísladóttur. Árið 2021 bættist Falasteen Abu Libdeh í eigendahópinn.

TEYMIÐ

Anna Beta
Ráðgjafi og eigandi

Þú finnur ekki betri verkefnastjóra þó víða væri leitað. Anna Beta hefur auga fyrir smáatriðum og hefur leyst flókin verkefni með einstakri nákvæmni. Hennar bakgrunnur liggur í burðaþolsfræði en nú fæst hún helst við greiningar á sviði jafnréttis og gæðamála. Hún situr í stjórn Verkfræðingafélagsins og hefur einstakt lag á að sjá lausnir á flóknum verkefnum.

Falasteen
Framkvæmdastjóri, ráðgjafi og eigandi

Enn ein neglan! Falasteen kom í lið með Ráði árið 2021 sem framkvæmdastjóri. Hennar drifkraftur og sýn leiðir áframhaldandi þróun á innviðum og lausnum fyrirtækisins. Hún hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaðsrannsóknum, sjálfbærni stefnumörkun og mannauðsmálum. Hún situr í stjórn Stjórnvísi enda veit hún ekkert skemmtilegra en að miðla sinni þekkingu og læra af öðrum í leið.

Gyða Björg
Ráðgjafi og eigandi

Frumkvöðull og jarðýta. Gyða kemur sínum hugmyndum í framkvæmd og nær að plata fólk með sér í að breyta heiminum. Rannís styrkti nokkrar hugmyndir og úr því varð að Ráður var stofnað. Hún situr yfir greiningatólum dögunum saman og hefur sérlegt dálæti af stöðlum. Hún situr í stjórn Staðlaráðs og finnst ekkert skemmtilegra en að ræða íorðasafn ISO 9000.

VIÐSKIPTAVINIR OG FYRRI VERKEFNI

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...