fbpx

Um okkur

UM OKKUR

Ráður sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við stjórnunarkerfi og stefnumótun. Helstu verkefni sem við tökum að okkur er að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum innleiðingu á jafnlaunastaðli og uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar. Stefna Ráðar er styðja við skipulagsheildir sem hyggjast vera leiðandi í jafnréttismálum og taka þátt í þróun á lausnum sem tryggja skilvirka starfrækslu jafnlaunakerfa til frambúðar. Einnig tökum við að okkur að sinna mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana frá a-ö, tímabundið eða til frambúðar, og veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.

TEYMIÐ

Falasteen
Framkvæmdastjóri og eigandi

Falasteen er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Falasteen starfaði hjá Eimskip þar sem hún innleiddi og hannaði jafnlaunakerfi, þróaði samhliða launagreiningarkerfi sem gefur mynd af stöðu kjaramála á hraðan og skýran hátt. Einnig stýrði hún stefnumótun og hafði umsjón með ESG (Enviromental social governance) skýrslum. Áður starfaði hún hjá Hagstofu Íslands og sjá meðal annars um innleiðingu fyrirtækja og stofnana í launarannsókn Hagstofunnar.

Anna Beta
Sérfræðingur og eigandi

Anna Beta er með BS í umhverfis- og byggingarverkfræði og MS í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði við gagnagreiningu og ráðgjöf á meðan námi stóð og hlaut nemendaverðlaun Steinsteypufélags Íslands fyrir lokaverkefni í mastersnámi. Hún starfaði áður við verkfræðilega ráðgjöf og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði greininga og gagnaúrvinnslu með áherslu á burðarþolsfræði. Anna Beta hefur lokið námskeiði á vegum velferðarráðuneytisins um úttektir jafnlaunakerfa.

Gyða
Sérfræðingur og eigandi

Gyða Björg er með BS í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún byrjaði að kynna sér jafnlaunastaðalinn þegar hann var lagður fram sem frumvarp að staðli árið 2012, aðstoðaði fyrirtæki við uppsetningu á jafnlaunakerfi fyrir jafnlaunavottun VR árið 2013 og fékk Tækniþróunarsjóðsstyrkt til að þróa launagreiningahugbúnað árið 2014. Í dag situr Gyða í stjórn Staðlaráðs og faghópi um jafnlaunastjórnun hjá Stjórnvísi og kennir námskeið um launagreiningar hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Freyja
Sérfræðingur í jafnréttismálum

Freyja er með BS í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn, MA í kynjafræði frá Central European University í Búdapest og viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands. Hún vann við innleiðingu á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg og og vann þar sérstaklega að verkefnastýringu jafnréttismats þvert á öll svið borgarinnar. Freyja situr í stjórn félagsins Femínísk Fjármál sem vinnur að því að efla þekkingu á samspilinu milli kynjajafnréttis og fjármála.

Sérfræðingur í mannauðsmálum og viðbragðsáætlunum

Elín Kristín er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MS í mannauðsstjórnun frá sama skóla. Hún hefur margra ára reynslu úr atvinnulífinu og starfaði í mörg ár í bankaumhverfi. Síðastliðin ár hefur hún starfað sem mannauðsráðgjafi fyrir fyrirtæki þar sem áhersla hennar er að fræða og leiðbeina stjórnendum og einstaklingum í mannauðmálum. Hún hefur komið að innleiðingu á mannauðsstefnu og gæðamálum og hefur áhersla hennar verið að aðstoða fyrirtæki að innleiða viðbrags- og forvarnaáætlanir í sálfélagslegu vinnuumhverfi vinnustaða.

Sérfræðingur í jafnréttismálum

Sólveig Rós Másdóttir er með M.A. í stjórnmálafræði frá University of Victoria í Kanada og er um þessar mundir að ljúka meistaranámi í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Sólveig Rós hefur sérhæft sig í hinsegin málum og starfaði lengi sem fræðslustýra Samtakanna ’78. Einnig hefur hún unnið við forvarnir gegn kynferðisofbeldi og hefur því mikla reynslu af fræðslumálum og í að tala um hinseginleikann á mannamáli við fjölbreytta hópa.

VIÐSKIPTAVINIR OG FYRRI VERKEFNI

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...