Um okkur

Ráður sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við stjórnunarkerfi og stefnumótun. Helstu verkefni sem við tökum að okkur er að leiða fyrirtæki og stofnanir í gegnum innleiðingu á jafnlaunastaðli og uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar. Stefna Ráðar er styðja við skipulagsheildir sem hyggjast vera leiðandi í jafnréttismálum og taka þátt í þróun á lausnum sem tryggja skilvirka starfrækslu jafnlaunakerfa til frambúðar. Einnig tökum við að okkur að sinna mannauðsmálum fyrirtækja og stofnana frá a-ö, tímabundið eða til frambúðar, og veita stjórnendum faglegan stuðning í málaflokknum.

Árið 2018 stofnuðu Anna Beta Gísladóttir og Gyða Björg Sigurðardóttir Ráð enda brýn þörf fyrir sérfræðiþekkingu á sviði jafnréttismála. Fyrirtækinu óx ásmegin 2021 þegar mannauðsérfræðingurinn Falasteen Abu Libdeh bættist í hópinn en hún hefur umfangsmikla þekkingu á málefnum sem snerta jafnlaunamál, sjálfbæra þróun og launarannsóknir.

TEYMIÐ

Anna Beta
Ráðgjafi og eigandi

Þú finnur ekki betri verkefnastjóra þó víða væri leitað. Hún brennur fyrir að takast á við nýjar áskoranir sem leiðir hana sífellt á ný svið. Hennar bakgrunnur liggur í byggingarverkfræði en nú fæst hún helst við greiningar á sviði jafnréttis- og gæðamála. Anna Beta lítur á snúin viðfangsefni sem skemmtilegar áskoranir og tryggir að settum markmiðum sé mætt. Hún situr í stjórn Verkfræðingafélags Íslands og hefur einstakt lag á að sjá lausnir á flóknum verkefnum.

Falasteen
Framkvæmdastjóri, ráðgjafi og eigandi

Enn ein neglan! Falasteen kom í lið með Ráði árið 2021 sem framkvæmdastjóri. Hennar drifkraftur og sýn leiðir áframhaldandi þróun á innviðum og lausnum fyrirtækisins. Hún hefur víðtæka reynslu af vinnumarkaðsrannsóknum, sjálfbærni stefnumörkun og mannauðsmálum. Hún situr í stjórn Stjórnvísi enda veit hún ekkert skemmtilegra en að miðla sinni þekkingu og læra af öðrum í leið.

Gyða Björg
Ráðgjafi og eigandi

Frumkvöðull og jarðýta. Gyða kemur sínum hugmyndum í framkvæmd og nær að plata fólk með sér í að breyta heiminum. Rannís styrkti nokkrar hugmyndir og úr því varð að Ráður var stofnað. Hún situr yfir greiningatólum dögunum saman og hefur sérlegt dálæti af stöðlum. Hún situr í stjórn Staðlaráðs og finnst ekkert skemmtilegra en að ræða íorðasafn ISO 9000.

VIÐSKIPTAVINIR OG FYRRI VERKEFNI

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...