fbpx

Setjum jafnrétti á dagskrá

JAFNLAUNAKERFI

INNRI ÚTTEKTIR

LAUNAGREINING

ÞJÁLFUN OG FRÆÐSLA

FRÉTTIR

SPURT OG SVARAÐ

Jafnlaunastaðall er stjórnunarstaðall um launamyndun sem gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér eftir atvikum vottunar,

Með innleiðingu jafnlaunastaðals er verið að tryggja að fyrirtæki og stofnanir uppfylli 6. grein jafnréttislaga (150/2020) sem hljómar svona :

 • Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
 • Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.

Öll íslensk fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn þurfa að innleiða jafnlaunastaðal samkvæmt uppfærðum jafnréttislögum sem tóku gildi 1. janúar 2018. 

Athuga að fyrirtæki eða stofnanir með 25 til 49 starfsmenn geta valið á milli að fá jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Lesa nánar hér. 

Engum er skylt að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf við innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Hins vegar er það skylda æðstu stjórnenda að leggja til þær auðlindir sem nauðsynlegar eru til að innleiða og starfrækja jafnlaunakerfi.  Getur það oft reynst farsælt að fá aðstoð sérfræðinga við að þjálfa upp starfsfólk og leiða innleiðingarferlið. En stuðningurinn og skuldbindingin þarf að berast frá æðstu stjórnendum og nauðsynlegt er þjálfa starfsfólk fyrirtækisins í að starfrækja kerfið.

Þessi spurning er mjög algeng, sem og hvað kostar það mikið. Svarið við þeim báðum er: það fer algjörlega eftir því hversu mikil vinna er fyrir höndum. Það fer eftir því hversu faglega er staðið að umgjörð og skjalfestingu ferla, uppfærslu á starfslýsingum og kortlagningu á launaákvörðunum. Stutt svar er, það tekur á bilinu 3 mánuði upp í 3 ár, en gott er að miða við ár í innleiðinguna sjálfa.

Rekstur er flókinn og margþættur og það er alltaf nóg að gera hjá öllum. Það þarf að gera ráð fyrir því að innleiðing taki tíma og taka frá tíma í dagatalinu. Það hjálpar að hafa skýran ramma fyrir innleiðingu og þá er tilvalið að geta leitað til fagaðila sem þekkja ferlið vel. Góður ráðgjafi getur sparað þér tíma. Ráðgjafi einn og sér dugar þó ekki og því er mikilvægt að þetta sé verkefni sem liggi ekki á herðum eins aðila, aðila sem jafnvel er með of mikið á sinni könnu fyrir.

Við mælum með því að innleiðingarteymi vinni jafnt og þétt að innleiðingu og að verkskipting sé skýr. Jafnréttismál þurfa á athygli okkar að halda og því er best að nýta tækifærið og gera þetta almennilega.

Í einföldu máli lýsir verklag hvernig ferli skal framkvæmt. Verklagsregla tryggir að ferlið sé framkvæmt á réttan hátt og sé samræmi við viðeigandi kröfur.

Jafnlaunastaðallinn krefst að skilgreint sé verklag um:

 • Skjalastýringu
 • Stýringu skráa
 • Innri úttektir
 • Lagalegar kröfur og hlítingu
 • Frábrigði, úrbætur og forvarnir
 • Samskipti og upplýsingamiðlun
 • Flokkun starfa
 • Launaákvarðanir
 • Launagreiningar

Innri úttekt er ferli sem jafnlaunastaðallinn krefst að sé skilgreint og skjalfest. Þetta er kerfisbundin rannsókn sem snýst um að tryggja að verið sé að starfrækja jafnlaunakerfið á réttan hátt og leita tækifæra til umbóta. Skiptaður er úttektaraðili sem framkvæmir úttekt með því að afla sannana og meta hvort skilgreind úttektarviðmið séu uppfyllt.

Lesa nánar um innri úttektir hér

Innri úttektaraðili er einstaklingur sem framkvæmir innri úttekt. Hver innleiðingaraðili skipar og þjálfar sinn eigin innri úttektaraðila. Tryggja þarf að hann sé óháður þeim ferlum sem verið er að taka út.

Jafnlaunamerki er veitt skipulagsheildum sem hlotið hafa faggilda vottun á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012. Jafnréttisstofa veitir heimild til notkunar merkisins liggi viðunandi gögn fyrir frá vottunaraðila. Lögun merkis minnir á pening og gefur til kynna að þar sé að sjá tvo brosandi einstaklinga sem metnir eru jafnt að verðleikum.  

 

Vottunarstofa sem hefur öðlast faggildingu hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu eða sambærilegum aðila á Evrópska efnahagssvæðinu.

Faggildar vottunarstofur sem geta annast vottun á jafnlaunakerfum eru:

BSI á Íslandi
iCert
Versa Vottun
Vottun hf

Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að skilyrðum sem tilgreind eru í jafnréttslögum nr. 150/2020 (2. málsgrein, 8. grein) séu uppfyllt varðandi bann við mismunum á grundvelli kyns 

Jafnlaunavottun er skrifleg staðfesing vottunaraðila á því  skipulagsheild uppfylli allar kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 og hafi farið í gegnum formlegt vottunarferli þar á.  

Lesa nánar um jafnlaunastaðfestingu hér

Scroll to Top

JAFNLAUNAKERFI - INNLEIÐING

Þau fyrirtæki sem eru að innleiða jafnlaunakerfi geta óskað eftir að fá tilboð í ráðgjöf fyrir þá vinnu. Til að geta sent ykkur tilboð þurfum við að fá upplýsingar um stöðuna. Fylltu út spurningar fyrir stöðumat og við munum hafa skýrari mynd af umfangi innleiðingar. 

INNRI ÚTTEKTIR

Við greinum ferla og rýnum í núverandi ástand. Við getum boðið upp á innri úttekt á jafnlaunakerfi sem verður grunnur að rýni stjórnenda. Þannig komum við auga á tækifæri til umbóta og undirbúum skipulagsheildir fyrir vottunarúttekt.

Þjálfun innri úttektaraðila
Ef búið er að auðkenna úttektaraðila á vinnustað þarf að tryggja viðeigandi þjálfun. Ráður býður upp á sveigjanlega þjálfun og veitir aðstoð við uppsetningu og framkvæmd.

Framkvæmd innri úttekta
Ekki allir vinnustaðir hafa færi á að þjálfa upp eigin úttektaraðila. Ráðgjafar hjá Ráði framkvæma innri úttektir á grundvelli jafnlaunastaðals. Tekin er staðan á úttektaratriðum og borin kennsl á tækifæri til umbóta. 

LAUNAGREINING

Allir fá greitt fyrir sitt verðmæti.

Með reglubundnum launagreiningum má bera kennsl á stöðu kynbundins launamunar innan fyrirtækisins. Ráður útbýr launagreiningu sem tekur mið af launamyndunarkerfi hvers fyrirtækis. 

Framkvæmd launagreiningar felur í sér mat á störfum óháð persónu.

ÞJÁLFUN OG FRÆÐSLA

Við getum sett saman fræðsluefni fyrir starfsfólk um Jafnlaunastaðal og umfang innleiðingar. Efni sem auðveldar miðlun og eykur meðvitund um jafnréttismál. Hægt er að sníða fræðslu að hverjum vinnustað.

Ný að borðinu? 
Tryggja þarf að stjórnendur og nýir lykilmenn við starfrækslu jafnlaunakerfa fái viðunandi fræðslu og þjálfun
Einn helsti áhættuþáttur við starfrækslu jafnlaunakerfa er skortur á fræðslu og þjálfun, þá sérstaklega við ráðningu starfsmanna sem koma beint að starfrækslu kerfisins

Fræðsla til starfsfólks
Jafnlaunakerfi eru hönnuð með hagsmuni vinnuveitenda og starfsmanna að leiðarljósi og tryggir kerfið að vinnuveitendur vakti rétta launamyndun hvers og eins starfsmans
Fræðsla er grundvöllur þess að innleiðing skili sér í jákvæðri upplifun starfsmanna

Ráðgjafar hjá Ráði hafa mikla reynslu af fræðslu og kennslu varðandi jafnlaunastaðalinn. Fræðsla og kennsla er stór hluti af daglegri vinnu ráðgjafa sem hafa einnig sinnt kennslu og námskeiðahaldi, m.a. hjá
Opna háskólanum,Endurmenntun HÍ, Staðaráði Íslands

FYRIRSPURN

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...