fbpx

Velkomin í teymið Freyja

Freyja Barkardóttir hefur verið ráðinn sérfræðingur jafnréttismála.

Það er okkur sönn ánægja að taka á móti henni og ráðning hennar er liður í að auka við þjónustu á sviði jafnréttismála, sérstaklega í tenglum við breytingar á lagaumhverfi og áframhaldandi vinnu með jafnréttisáætlanir okkar viðskiptavina.

Hlutverk Freyju verður að auka enn við þjónustu Ráðar á sviði jafnréttismála í takt við auknar samfélagslegar kröfur um metnaðarfullt jafnréttisstarf á vinnumarkaði.

Freyja vann áður við innleiðingu á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun hjá Reykjavíkurborg og sinnti þar sérstaklega verkefnastýringu jafnréttismats þvert á öll svið borgarinnar. Freyja er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn, viðbótardiplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands og MA í kynjafræði frá Central European University í Búdapest.

„Jafnrétti er vegferð og jafnvel þó Ísland hafi verið leiðandi í þessum málaflokki þá hafa fyrirtæki mörg tækifæri til að gera betur, þar viljum við bæta í þjónustuna við okkar ört vaxandi viðskiptavinahóp. Það er mikilvægt að jafnrétti sé samofið daglegum rekstri og ákvarðanatöku í fyrirtækjamenningu. Því er sönn ánægja að bjóða Freyju velkomna til starfa og við hlökkum til samstarfsins”

Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri

Lesa nánar tilkynningu sem birst hefur á miðlum Viðskiptablaðins og Fréttablaðsins.

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...