Helsti munur felst í kröfum um stýringu
Helstu verkefni má brjóta í 4 yfirþætti, þ.e. stefnu og áætlanir, starfaflokkun, launagreiningu og rýni stjórnenda.
Að hljóta jafnlaunastaðfestingu er umfangsminna verkefni en að hljóta jafnlaunavottun þar sem ekki er krafa um að uppfylla öll skilyrði Jafnlaunastaðals ÍST 85:2012, m.a. varðandi skjalfestingu og skilgreiningu á verklagsreglum.
Jafnlaunastaðfesting | Jafnlaunavottun |
Byggir ekki á jafnlaunastaðli | Byggir á kröfum jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 |
Jafnréttisstofa úttektaraðili á kröfum | Úttekt hjá faggildri vottunarstofu |
Ekki leyfi til notkunar jafnlaunamerkis | Leyfi til notkunar jafnlaunamerkis |
Fyrir vinnustaði sem eru minna en 50% í eigu ríkisins og starfa 25-49 starfsmenn | Fyrir alla vinnustaði þar sem starfa 50 starfsmenn eða fleiri |
Til að fá frekari upplýsingar geturðu bókað 15 mínútna kynningarfund með ráðgjafa