Hver er staðan á jafnlaunavottun?

Frumvarp um breytingar á jafnréttislögum, þar á meðal jafnlaunavottun, liggur nú fyrir. Við hjá Ráði höfum orðið vör við að margir eru að velta fyrir sér stöðunni og höfum því tekið saman stutt stöðuyfirlit. Helstu tillögur sem liggja fyrir eru:

  • 📉 Fella niður kröfu um vottun
  • 📊 Skila í staðinn launagreiningu til Jafnréttisstofu á 3 ára fresti, ásamt skýrslu stjórnenda

Staða málsins núna:

  • ⏳ Í bið eftir 1. umræðu

Það þýðir fyrir ferlið:

  • 🕰️ Bið eftir 1. umræðu getur tekið daga eða mánuði
  • ⚖️ Málið fer í gegnum 3 umræður með nefndarvinnu á milli
  • 📆 Dæmigerður tímarammi er 4–12 vikur

Það þýðir fyrir vinnustaði í dag:

  • 🕗 Enn þarf að bíða og sjá til – engar breytingar hafa enn tekið gildi
  • 📅 Ef frumvarpið verður samþykkt taka breytingar í fyrsta lagi gildi um mitt næsta ár

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...