Árið 2023 tóku gildi nýjar reglugerðir Evrópusambandsins um launajafnrétti sem miða að því að minnka kynbundinn launamun og auka aðgengi að upplýsingum um laun.
Lykilþættir reglugerðarinnar:
- Launagreiningar: Fyrirtæki innan Evrópusambandsins eru skyldug að leggja fram launagreiningarskýrslur m.t.t. kynja og kynna starfsfólki niðurstöður. Lykilmælikvarðar eru m.a.
- Launamunur kynja
- Hlutfall kvenna og karla innan launafjórðungsbila
- Meðallaun eftir flokkum greint niður á kyn
- Hutfall starfsfólks (eftir kynjum) sem hlýtur launahækkanir eftir fæðingarorlof
- Launagagnsæi: Starfsfólk á rétt á launaaupplýsingum, við ráðningar eða eftir óskum. Þannig ber vinnustöðum t.d. skylda að veita starfsfólki upplýsingar um launaspönn fyrir sömu eða jafnverðmæt störf innan vinnustaðarins.
- Viðurlög: Reglugerð um launajafnrétti leggur einnig til að fyrirtæki sem brjóta gegn þessum reglum geti staðið frammi fyrir sektum eða öðrum viðurlögum.
Áhugavert er að reglugerðin gerir kröfu um greiningu á störfum m.t.t. verðmæta út frá fyrirfram skilgreindum málefnalegum matsþáttum (s.s. hæfni, ábyrgð, álag og vinnuaðstæðum). Þessa aðferðarfræði eru flestir vinnustaðir á Íslandi (með 25 starfsfólk eða fleiri) nú orðin vel kunnugir þar sem hún rímar sterklega við kröfur Jafnlaunastaðalsins íslenska.
Þetta á við fleiri kröfur sem reglulegerðin gerir til vinnustaða, t.d. varðandi birtingu á niðurstöðum, og því væri áhugavert að sjá hvort horft verði til fordæma hér þar sem vinnumarkaðurinn er 6 árum á undan í því að hefja vegferðina við að meta og mæla störf. Einnig verður áhugavert að sjá hvernig önnur lönd innan Evrópusambandsins leysa þetta risavaxna verkefni og hvaða tól munu eflaust þróast sem einnig væri hægt að nýta hér.
Hér má lesa regugerðina í heild sinni: sjá hlekk