fbpx

Fræðslustjóri að láni

Fræðslustjóri að láni (FAL) er verkefni sem felur í sér yfirferð á fræðslu- og þjálfunarmálum hjá vinnustöðum. Sérfræðingar hjá Ráði eru samþykktir fræðslustjórar að láni hjá starfsmenntunarsjóðum Áttarinnar og geta fyrirtæki sem hyggjast nýta sér þjónustu FAL því valið um aðkomu Ráðar að verkefninu.

Verkefnið í megindráttum

Fyrirtæki fær ráðgjafa að láni sem aðstoðar við að greina fræðslu- og þjálfunarþörf vinnustaðarins. Hvort sem um er að ræða greiningu og áætlun frá grunni eða uppbyggingu á þeim innviðum sem til staðar eru, þá er styrkur fólginn í því að fá stuðning frá óháðum aðila með ferska sýn og nálgun á verkefnið.

Fjölbreyttar þjálfunarþarfir geta verið til staðar fyrir mismunandi starfsmenn og fer það eftir kröfum til starfa og þörfum einstaklinga hvernig þjálfunaráætlanir mótast. Hlutverk ráðgjafa er að draga fram það sem vel er gert, greina þarfir og samhæfa í kjölfarið við viðeigandi námskeið eða fræðsluleiðir.

Afurðir

Afurð samstarfs fyrirtækis við fræðslustjóra að láni er áætlun sem veitir yfirsýn yfir fræðsluþarfir, markhópa og tilheyrandi fræðsluaðila. Þannig er komin yfirsýn yfir fræðsluna og leiðir til að koma henni í farveg sem gagnast bæði fyrirtækinu og starfsmönnum.

Kostnaður

Fræðslustjóri að láni er fyrirtækjum að kostnaðarlausu tilheyri starfsmenn (a.m.k. hluti þeirra) starfsmenntunarsjóðum Áttarinnar. Réttur fyrirtækja til styrkja myndast um leið og launatengd störf starfsmanns eru greidd. Áttin auðveldar fyrirtækjum að sækja um með einni umsókn þrátt fyrir að starfsmannahópurinn sé fjölbreyttur og greiði í mismunandi stéttafélög.

Áttin tengir saman stæstu starfsmenntunarsjóði landsins og gerir fyrirtækjum með fjölbreyttan starfsmannahóp, sem greiðir í mismunandi stéttarfélög, kleift að sækja um í marga fræðslu- og starfsmenntunarsjóði saman með einföldu umsóknarferli.

Ferlið

Sótt er um verkefnið á sameiginlegri vefgátt Áttarinnar. Mikilvægt er að tryggja samþykki æðstu stjórnenda fyrir verkefninu og að það sé í takti við stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Gera þarf ráð fyrir skuldbindingu um þátttöku stjórnenda og starfsmanna í greiningarvinnu ásamt því að veita starfsmönnum svigrúm til að þiggja fræðslu í samræmi við fræðsluáætlun.

Næsta skref felur í sér innleiðingu og er það á ábyrgð fyrirtækisins að tryggja að framkvæmd sé í samræmi við uppsetta áætlun. Ráðgjafi veitir eftirfylgni og hefur samband innan tveggja mánaða frá lokum verkefnis til að athuga hvernig vinna við framkvæmd gengur.

Ráður vísar veginn

Sérfræðingar Ráðar eru viðurkenndir fræðslustjórar og geta fyrirtæki því valið samstarf við Ráð þegar lagt er af stað í vegferð FAL. Styrkleikar Ráðar byggja á sterkum bakgrunni við greiningar og verkefnastýringu ásamt farsælu samstarfi við viðskiptavini. Sérfræðingar Ráðar aðstoða með glöðu geði við umsóknarferli áhugasamra fyrirtækja

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...