Undirbúningur innri úttekta

Í þessari samantekt er stiklað á stóru um þá þætti sem þarf að hafa í huga þegar verið er að undirbúa og skipuleggja innri úttektir hjá skipulagsheildum. Innri úttektir snúast í einföldu máli um að setja upp hlutlaust ferli til að finna tækifæri til umbóta í rekstri. Ferlið felur í sér skipulag, framkvæmd og eftirfylgni og mikilvægt er að fá með sér góðan hóp, byggja upp liðsheild og menningu sem stuðlar að uppbyggilegu samtali.

Almennt um úttektir

Úttekt á kerfi er alltaf með þann megintilgang að meta samræmi á framkvæmd og kröfu, mismunandi aðilar geta framkvæmt úttektir. Í sumum tilfellur eru það vottunarstofur en það gætu líka verið eftirlitsstofnanir, hagsmunasamtök eða innanhúss aðili, allt eftir eðli og tilgangi úttektarinnar. Innri úttektir eru í stuttu máli sjálfspróf þar sem tilgangurinn er að bera kennsl á áhættur og tækifæri með því að rýna ofan í kjölinn á eigin starfsemi og framkvæmd. Þegar innri úttektarðili kemur auga á eitthvað sem betur mætti fara er búið að skapa umgjörð fyrir hann til að koma því áleiðis á hlutlausan hátt svo að hægt sé að vinna saman að því að finna bestu lausn á því sem betur mætti gera. Innri úttektar ferli eru öflug tól til að stuðla að umbótum og er krafa að hafa sem hluta af stjórnunarkerfi samkvæmt ISO 9001 og ÍST 85.

Skipulag á framkvæmd

Samkvæmt jafnlaunastaðli þarf að skilgreina verklagsreglu fyrir framkvæmd innri úttekta þar sem úttektarferlið er kortlagt og skilgreint. Ferlið þarf að fela í sér mat á því hvort jafnlaunakerfið samræmist tilhögun um stjórnun jafnlaunamála með virkum hætti og einnig þurfa æðstu stjórnendur að fá upplýsingar um niðurstöður, til dæmis á rýnifundum, þar sem niðurstöður skulu nýtast til að auðkenna tækifæri til umbóta og forvarna.

Grunnur að úttektum er úttektaráætlun þar sem skilgreind eru úttektarviðmið, tíðni úttekta og aðferðir. Úttetkaráætlanir skulu taka mið af niðurstöðum fyrri úttekta og mikilvægi ferla.

Úttektaraðferðir

Skrifborðsúttekt – úttekt sem úttektarstjóri framkvæmir án samskipta við úttektarþega. Til dæmis yfirlestur skjala og samræmismat á verklagi við kröfur. Skriborðsúttektir eru algengar þegar fyrst er verið að fara yfir hvort að verklag standist kröfur staðals sem verið er að uppfylla og nýtist vel í undirbúningi fyrir vottunarúttekt sem tekur út sömu kröfur.

Gólfúttekt – Framkvæmd á athafnasvæði með viðtölum eða skoðun á skrám og verklagi. Oft er besta leiðin til að sannreina verklag að spyrja þann sem þekkir best til og leyfa þeim að lýsa ferlinu eins og það er í raun og veru. Þannig fær úttektarstjóri innsýn inn í framkvæmdina.

Tegundir úttekta

 

Úttektarviðmið

Þær kröfur sem lagðar eru til grundvallar fyrir framkvæmd úttekta eru kallaðar úttektarviðmið. Þá er búið að skýra hverjar kröfurnar eru, hvers eðlis, hvaða viðmið er fyrir hverja kröfur og hvernig á að meta hvort verið sé að uppfylla kröfu eða ekki.

Úttektarviðmið geta til dæmis verið:

  • Kröfur jafnlaunastaðals
  • Skilgreindar verklagsreglur
  • Lagalegar kröfur og aðrar kröfur
  • Stefnur og áætlanir

Úttekaraðili er einstaklingur með hæfni til að gera úttekt. Hann skipuleggur úttekt og sér um framkvæmd hennar sem og skýrslugerð um niðurstöður. Þetta þarf að vera óháður aðili, þ.e. ekki er málefnalegt að taka út ferla eða atriði sem viðkomandi úttektaraðili hefur aðkomu að.

 

Innri úttektaraðilar

Tryggja þarf að úttektaraðili hafi fengið viðeigandi þjálfun varðandi tilgang og framkvæmd úttekta. Úttektaraðilar þurfa einnig að vera háttvísir, athugulir, samvinnufúsir og sjálfstæðir.

Það getur verið mikil áskorun fyrir vinnustaði að auðkenna aðila sem geta sinnt þessu hlutverki. Það er mikilvægt að veita þessum aðilum stuðning og þar getur aðkoma ráðgjafa reynst mikilvæg.

Hvenær á að leita ytri aðstoðar

Stundum er valið að fá ytri ráðgjafa með í lið við skipulagningu og framkvæmdir innri úttekta. Þá er hlutverk ráðgjafa alla jafna annað hvort að þjálfa fólk innanhúss í að framkvæma úttektir sjálft eða taka að sér að stýra innri úttektum í samstarfi við ábyrgaðarðila innanhúss. Við hjá Ráði bjóðum upp á þjónustu fyrir fyrirtæki sem þyggja aðstoð við framkvæmdir og utanumhald innri úttekta.

Bóka fund með ráðgjafa

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...