fbpx

Jafnrétti á nýju kjörtímabili

Sveitastjórnir undirbúa nýtt kjörtímabil með skipan í nefndir og hlutverk. Eitt af hlutverkum nýrra sveitastjórna er að setja fram nýja jafnréttisáætlun. Í þessari grein fjallað um þær breytingar sem hafa orðið á jafnréttislögum síðan síðustu sveitastjórnarkosningar voru árð 2018.

Sveitar­stjórnir landsins undir­búa sig nú undir að hefja nýtt kjör­tíma­bil. Það er margt sem þarf að huga að og fjöl­breytt mál­efni sem brenna á metnaðar­fullum full­trúum. Þar á meðal eru jafn­réttis­á­ætlanir sem sveitar­stjórnum ber að upp­færa á fyrsta ári nýs kjör­tíma­bils.

Ný jafn­réttis­lög tóku gildi í janúar 2021, það er lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lög um stjórn­sýslu jafn­réttis­mála nr. 51/2020.

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna eiga við um allt sam­fé­lagið og fjalla um það hvernig komið er í veg fyrir mis­munun og stuðlað að jafn­rétti kynjanna. Þau kveða meðal annars á um jafn­réttis­á­ætlanir, jafn­launa­vottun og jafn­launa­stað­festingu.

Í lögum um stjórn­sýslu jafn­réttis­mála er fjallað sér­stak­lega um hlut­verk sveitar­fé­laga. Sveitar­fé­lögum ber að gera á­ætlun um jafn­réttis­mál sem taka mið af fleiri þáttum en jafn­rétti kynjanna, meðal annars skulu jafn­réttis­á­ætlanir sveitar­fé­laga til­greina að­gerðir til þess að koma sér­stak­lega í veg fyrir mis­munun og þar er vísað í lög nr. 85/2018 og 86/2018 um jafna með­ferð óháð kyn­þætti og jafna með­ferð á vinnu­markaði.

  • Mark­mið laga nr. 85/2018: Koma á og við­halda jafnri með­ferð ein­stak­linga óháð kyn­þætti og þjóð­ernis­upp­runa þannig að hér erum við strax komin með aðra vídd en kyn.
  • Mark­mið laga nr. 86/2018: Að við­halda jafnri með­ferð ein­stak­linga á vinnu­markaði óháð kyn­þætti, þjóð­ernis­upp­runa, trú, lífs­skoðun, fötlun, skertri starfs­getu, aldri, kyn­hneigð, kyn­vitund, kyn­ein­kennum eða kyn­tjáningu.

Breytingar á laga­legum kröfum um jafn­rétti

Aukin á­hersla er á út­víkkun jafn­réttis­hug­taksins sem endur­speglast í því að þar er nýtt mark­mið um að vinna gegn fjöl­þættri mis­munun. Fjöl­þætt mis­munun er það að ein­stak­lingi getur verið mis­munað á grund­velli fleiri en einnar mis­mununar­á­stæðu. Þetta þýðir í raun að við þurfum að vera vakandi fyrir sam­spili mis­munandi fé­lags­legra þátta og stöðu fólks. Einnig er mikil­vægt að þekkja hvaða hópar eru sér­stak­lega í hættu á að verða fyrir mis­munun hverju sinni.

Kyn­rænt sjálf­ræði varð að lögum árið 2019 sem þýðir að þrjár kyn­skráningar eru nú heimilar á Ís­landi. Hægt er að vera skráð sem kona, karl eða með hlut­lausa kyn­skráningu í Þjóð­skrá og því verður að taka mið af að minnsta kosti þremur kyn­skráningum í öllum skráningar­eyðu­blöðum og í birtingu opin­berra gagna.

Í jafn­réttis­lögunum er gerð ný krafa til sveitar­fé­laga um á­ætlanir um hvernig skuli unnið að kynja- og jafn­réttis­sjónar­miðum við ráð­stöfun fjár­magns. Þetta krefst þess að sveitar­fé­lög beiti að­ferða­fræði kynjaðra fjár­mála til þess að sam­þætta kynja- og jafn­réttis­sjónar­mið við gerð fjár­hags­á­ætlana. Til þess þarf greinar­góða þekkingu á stöðu kynjanna og annarra hópa í sam­fé­laginu og hvar mis­munun á sér reglu­lega stað.

Á­ætlun er einskis nýt án að­gerða

Mark­mið jafn­réttis­á­ætlana er að tryggja að unnið sé mark­visst að auknu jafn­rétti. Illa í­grunduð á­ætlun sem hvorki er tíma­sett, að­gerða­miðuð né með skýra á­byrgðar­skiptingu, getur jafn­vel grafið undan mál­staðnum um aukið jafn­rétti vegna þess að fólk sér engan árangur af jafn­réttis­starfi. Jafn­réttis­á­ætlanir eru grunn­for­senda þess að al­vöru vinna að auknu jafn­rétti geti átt sér stað og því er mikil­vægt að þær séu mark­vissar og að­gerða­miðaðar ef raun­veru­legur árangur á að nást.

Grein var birt í Fréttablaðinu 9. júní og á vef: Jafnrétti á nýju kjörtímabili

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...