Nú líður senn að árslokum sem þýðir að frestur er runninn upp fyrir öll fyrirtæki með yfir 25 starfsmenn til að ljúka jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Áramótin marka því ákveðin tímamót í jafnréttismálum á Íslandi.
Síðan 2017 höfum við kappkostað við að leysa þetta verkefni með okkar viðskiptavinum og dregið ómældan lærdóm af því samstarfi.
Áskoranir á nýju ári fela í sér að útvíkka þessa vinnu og fjalla um jafnrétti í víðara samhengi. Við höfum því eflt okkur í nýsköpun og þróun á þjónustu í tengslum við fjölbreytileika með teymi sérfræðinga. Þær Freyja, Sólveig Rós og Aðalheiður unnu frábæra vinnu á þessum vettvangi sem við erum spennt að kynna nánar.
Við óskum öllum gleði og friðar yfir hátíðarnar og hittumst úthvíld á nýju ári.
Bestu kveðjur,
Anna Beta, Falasteen og Gyða Björg