fbpx

Gleðilega hátíð

Nú líður árið 2023 senn á enda og við viljum taka okkur stund til að þakka fyrir ánægjulegt og lærdómsríkt samstarf. Á árinu fengum við að vinna áfram með okkar frábæru viðskiptavinum sem hafa starfrækt jafnlaunakerfi til margra ára en ekki síst, kynntumst við nýjum og fjölbreyttum hópi á árinu í gegnum ný verkefni.

Í upphafi árs fluttum við í nýtt húsnæði og opnuðum Samrými í Síðumúla 35 þar sem nú blómstrar fjölbreytt starfsemi hjá fjölbreyttum sprotafyrirtækjum. Sérstakar þakkir fyrir frábæra viðtökur og viljum við nýta tækifærið að bjóða ykkur öll velkomin í kaffi hvenær sem er á nýju ári.

Ráður mun senn hefja sitt sjöunda starfsár og á þessum tíma höfum við séð mörg dæmi um hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa lagt sig fram við að bæta jafnrétti, gæði og sjálfbærni í starfsemi sinni. Við hlökkum til að halda áfram að styðja ykkur í þessu mikilvæga verki.

Yfir jól og áramót óskum við ykkur gleði, friðar og ánægju. Við vonumst til að hittast endurnærð á nýju ári og halda áfram að vinna að betri framtíð.

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...