fbpx

Kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun

Síðastliðna 6 mánuði hefur hópur sérfræðinga á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar unnið skýrslu um stöðu jafnréttissjónarmiða við innleiðingu loftlagsáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC GAP) á Íslandi.

Verkefnið er leitt af dönsku ráðgjafastofunni NORION sem leitaði m.a. til Freyju Barkardóttur frá Ráði sem sérfræðingi í jafnréttismálum.

Þriðjudaginn 14. Maí  kl.9 verður boðið upp á rafræna málstofu þar sem kynntar verða niðurstöður skýrslunnar „A review of the Nordic implementation of the UNFCCC Gender Action Plan“. Lögð verður sérstök áhersla á kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun um loftslagsmál á Íslandi. Á viðburðinum verða kynnt dæmi um kynjasamþættingu í tengslum við loftslagsmál, áskoranir og framtíðarsýn. Ennfremur gefst tækifæri til umræðu um hvernig halda eigi áfram innleiðingu kynjasamþættingar á verkefnum loftslagssamnings Sameinuðu Þjóðanna (UNFCCC GAP) á Íslandi, til að tryggja jafnrétti í grænum umskiptum. 

 
Málstofunni verður stýrt af Freyju Barkardóttur frá Ráði ehf. og er hluti af úttekt á norrænni innleiðingu UNFCCC GAP. Fyrir utan íslensku málstofuna munu fara fram sambærilegar málstofur á finnsku, dönsku, norsku og sænsku þar sem niðurstöður þeirra landa eru kynntar. Einnig verður haldin rafræn málstofa á ensku þann 16. maí. Skýrslan „A review of the Nordic implementation of the UNFCCC Gender Action Plan“ verður gefin út í lok apríl 2024, áður en viðburðurinn fer fram.

Allir eru velkomir að hlýða á erindi Freyju. Fyrir boð á viðburð, sendið post á freyja@radur.is og fáið fundarboð.

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...