Ráður býður nú upp á námskeið í innri úttektum á jafnlaunakerfum. Námskeiðið er hugsað fyrir starfsmenn sem fyrirtæki eða stofnanir vilja þjálfa sem innri úttektaraðila sem hluti af virkri starfsrækslu jafnlaunakerfa. Námskeiðið fer fram með þeim hætti að ráðgjafi mætir á vinnustað með sérsniðið efni, í formi fyrirlestra og sýnidæma, þar sem farið er yfir:
· Fræðslu um meginferli jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 (1-2 klst)
· Fræðslu um innri úttektir gæðastjórnunarkerfa (1-2 klst)
· Aðstoð við uppsetningu og framkvæmd innri úttektar á jafnlaunakerfi (2 klst)
Ráðgjafar hjá Ráði hafa staðið að fjölbreyttu námskeiðahaldi í tengslum við jafnlaunstaðal, m.a. hjá Opna Háskólanum, Endurmenntun Háskóla Íslands og hjá Staðlaráði Íslands.