Allir fá greitt fyrir sitt verðmæti
Með reglubundnum launagreiningum má bera kennsl á stöðu kynbundins launamunar innan vinnustaðarins. Ráður útbýr launagreiningu sem tekur mið af launamyndunarkerfi hvers fyrirtækis. Framkvæmd launagreiningar felur í sér mat á störfum óháð persónu.
Hvað á að mæla?
Í jafnlaunastaðli er gerð sú krafa að allir þættir launamyndunar séu vaktaðir og mældir reglulega með tilliti til kynbundins launamunar. Það er ekki þar með talið að um mismunun sé að ræða þó launamunur sé til staðar og því er mikilvægt að beita aðferðafræði sem byggir á því að meta verðmæti starfa og meta síðan hvort konur og karlar séu að fá greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og við allar launaákvarðanir sé skilgreint hvernig staðið er að ákvörðunum og viðmiðin séu ekki ólík milli hópa sem aðgreinast t.d. af kyni.
Launamun er aðvelt að mæla, það er oft gert með einföldum meðaltalsútreikningum eða samanburði innan hópa. Hins vegar er ekki jafnauðvelt að greina eða mæla mismunun. Aðferðum eins og aðhvarfsgreiningum er beitt til að koma auga á möguleg frávik. Greining á frávikum er síðan nýtt til að rannsaka dreifingu launa nánar og rýna í þær ákvarðanir sem liggja að baki launasetningu einstaka starfsfólks.
Launagreiningar eru hagnýt tól til að rýna í launasetningu og öðlast betra innsæi og skilning á launadreifingu starfahópa. Til að launagreining verði hagnýtt tól er mikilvægt að festa sig ekki í einsleitum mælikvörðum heldur nýta greiningarnar og aðferðina í framhaldi til að taka betri ákvarðanir og tryggja nauðsynlega skjalfestingu svo hægt sé að rekja þróun launa.
Þjónusta og ráðgjöf
Við bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir launagreiningar. Bókaðu stuttan kynningafund og fáðu nánari upplýsingar.