fbpx

Velkomin Elín Kristín

Elín Kristín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sérfræðingur mannauðsmála og viðbragðsáætlana

Það er okkur sönn ánægja að taka á móti Elínu og er ráðning hennar liður í að auka við þjónustu á sviði mannauðsmála, stefnumótunar og vinnustaðarmenningar. 

Elín Kristín hefur mikla reynslu í mannauðsmálum og við innleiðingu viðbragðsáætlana vegna kynferðislegs- og kynbundins áreitis og eineltismála. Á hennar starfsferli hefur hún lagt sérstaka áherslu að rýna áhrifaþætti aukinnar streitu og álags á vinnustöðum auk þess sem hún hefur mikla reynslu af fræðslumálum. Hennar áherslur hafa snúið að  starfsánægju heilsueflandi stjórnun, vinnustaðamenningu, samskipti á vinnustað og hvernig hægt er að fyrirbyggja að starfsmenn lendi í streitu eða kulnun.

Elín Kristín starfaði áður hjá Hugarheimi við ráðgjöf í mannauðsmálum og við gerð og innleiðingu viðbragðsáætlana vegna kynferðislegs- og kynbundins áreitis og eineltismála. Þar áður starfaði hún sem verkefnastjóri á skrifstofu forstjóra hjá Kaupþingi og síðar hjá Arion banka. Elín Kristín er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og M.Sc. í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands.

Mikilvæg þjónusta á breytingartímum

Metoo hefur kennt okkur að það sé mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir séu með skýrar stefnur og viðbragðáætlanir er varðar vinnuverndarmál til að fyrirbyggja að starfsfólk verði fyrir eða sýni ósæmilega hegðun á vinnustað.  Því er mikilvægt að viðbragðsáætlanir séu samofnar daglegum rekstri og ferlum. Með því að fá Elínu í teymið erum við að útvíkka þjónustu við okkar viðskiptavini og líta á vinnustaðarmenninguna í heild sinni í stað þess að einblína einungis á einn mælikvarða eða málaflokk.

Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...