fbpx

Dokkufundur um launagreiningar

Gyða hélt erindi um launagreiningar hjá Dokkunni þann 4. nóvember kl. 9:30. Þar stiklaði hún á stóru um tilgang launagreininga og aðferð aðhvarfsgreininga.

Lýsing á erindi

Launagreiningar eru hluti af jafnlaunakerfum og þeim er ætlað að taka kerfisbundið út alla þá þætti sem hafa áhrif á laun og kjör. Í þessu erindi mun Gyða fjalla um hvernig er hægt að nýta aðhvarfsgreiningar til að rýna í laun út frá verðmæti starfa.

Einnig verður farið yfir hvernig er hægt að nýta einfaldari mælingar til að setja markmið. Greiningar þurfa ekki að vera flóknar til að virka vel við markmiðasetningu. Í erindinu verður stiklað á stóru um hvernig á að meta óleiðréttan og leiðréttan launamun, niðurstöður launagreininga innan starfahópa, aðhvarfsgreining sem byggir á stigagjöf, frávikagreining út frá aðhvarfsgreiningu. Hvað ef það eru bara karlar eða bara konur í viðmiðunarhópnum?

Glærur má nálgast hér

Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...