Umboðsmaður skuldara var fyrstur vinnustaða til að fá Jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu þann 10. febrúar síðastliðinn.
Jafnlaunastaðfesting er valmöguleiki í stað jafnlaunavottunar fyrir fyrirtæki og stofnanir með 25 til 49 starfsmenn. Þegar leið jafnlaunastaðfestingar er valin er ekki farið í gegnum ítarlegt úttektarferli hjá vottunaraðila heldur eru lögð fram gögn til Jafnréttisstofu sem sýna fram á að launamyndunarkerfi fyrirtækisins eða stofnunarinnar mismuni ekki í launum á grundvelli kyns.
Lög um jafnlaunastaðfestingu tóku gildi 1. janúar 2021 með breytingum á jafnréttislögum nr. 150/2020 og nú 14 mánuðum síðar er ferlið orðið fullmótað og því geta nú fleiri vinnustaðir öðlast staðfestingu. Lesa má nánar um muninn á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu í greinasafni Ráðar. Umboðsmaður skuldara fékk aðstoð Ráðar í undirbúningi
„Það var einstaklega ánægjulegt að vinna með Umboðsmanni skuldara. Verkefnið var unnið hratt og vel enda var markmiðið frá upphafi að vera fyrst með jafnlaunastaðfestingu í hús, sem við erum stolt að segja að hafi tekist. Það er heilmikið verk fyrir Jafnréttisstofu að halda utan um þetta verkefni og mjög ánægjulegt að þessi leið sé nú í boði fyrir lítil fyrirtæki.“
– Falasteen Abu Libdeh
Sjá nánar tilkynningu á heimasíðu UMS