fbpx

Leiðbeiningar um úttektir, íslensk þýðing

Staðlaráð hefur gefið út íslenska þýðingu á leiðbeiningarstaðli um framkvæmdir innri úttekta. Staðalinn heitir ISO 19011 – Leiðbeiningar um úttektir stjórnunarkerfa. Þar eru veittar leiðbeiningar um stýringu og framkvæmd úttekta og nýtist vel við skipulagningu á innri úttektum á stjórnunarkerfum.

Gott skipulag á framvkæmd innri úttekta getur orðið einn af lykilþáttum til velgengni í fyrirtækjum sem starfrækja stjórnunarkerfi. Úttektarteymið getur orðið öflugur viðskiptafélagi því þannig fá æðstu stjórnendur endurgjöf á starfsemi, áhættur þess og tækifæri sem getur reynst verðmæt við ákvarðanatöku.

Hugtök og orðanotkun skýrist

Eitt af því verðmætasta við að hafa íslenskar þýðingar á stöðlum er að orðanotkun, hugtök og skilgreiningar verða skýrari fyrir þá sem nýta sér staðla í sínum rekstri. Íslenskt atvinnulíf er í auknum mæli að styðja sig við notkun staðla og þá skiptir miklu máli að geta nýtt þá á því tungumáli sem við notum í okkar daglega lífi.

Veist þú til dæmis hver munurinn er á úttektarþega, úttektareiningu, úttektarteymi og úttektarályktun?

Í leiðbeiningunum skýrist margt við framkvæmd úttekta og er hægt að nýta leiðbeinignastaðalinn við skipulagningu og framkvæmd innri úttekta. Þessi staðall er líka lagður til grundvallar fyrir skipulagningu og framkvæmd úttekta flestra vottunaraðila.

Uppbygging staðalsins

ISO 19011 skiptist upp í þrjá meginkafla:

  1. Stjórnun úttektaáætlana
  2. Framkvæmd úttekta
  3. Hæfni og mat á úttektarmönnum

Staðallinn nýtist því vel þeim sem sejta upp og stýra framkvæmdum almennt og þeim sem sjá um úttektaáætlanir. Hægt er að fá upplýsingar um hvernig er hægt að stilla upp ferlum fyrir stjórnun úttektaáætlana og setja fram leiðbeiningar fyrir framkvæmd úttekta.

Námskeið um innri úttektir

Ráður kennir námskeið um innri úttektir sem fyrirtæki geta bókað fyrir sitt úttektarteymi. Einnig er hægt að fá beina ráðgjöf við uppsetningu á áætlunum, viðmiðum og framkvæmd fyrir gæða- og jafnlaunakerfi. Lestu meira um þjónustu okkar í innri úttektum eða bókaðu kynningafund.

Loading...
Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...