Þjálfun og fræðsla

Til að tryggja skilvirkni og að kerfi séu að fullu innleidd skiptir miklu máli að auðkenna þörf fyrir þjálfun. Kortleggja hlutverk og skipuleggja fræðslu og kynningar til starfsfólks.

Fyrsta skref í öllum innleiðingarverkefnum er að korleggja þörf á fræðslu. Mikilvægt er að koma öllum að borðinu sem koma að því að innleiða og starfrækja kerfi og setja saman fræðsluefni sem hentar hverju hópi og einingu fyrir sig.

Ný að borðinu?
  • Tryggja þarf að stjórnendur og nýir lykilmenn við starfrækslu jafnlaunakerfa fái viðunandi fræðslu og þjálfun
  • Einn helsti áhættuþáttur við starfrækslu jafnlaunakerfa er skortur á fræðslu og þjálfun, þá sérstaklega við ráðningu starfsmanna sem koma beint að starfrækslu kerfisins
Fræðsla til starfsfólks
  • Jafnlaunakerfi eru hönnuð með hagsmuni vinnuveitenda og starfsmanna að leiðarljósi og tryggir kerfið að vinnuveitendur vakti rétta launamyndun hvers og eins starfsmans
  • Fræðsla er grundvöllur þess að innleiðing skili sér í jákvæðri upplifun starfsmanna

Ráðgjafar hjá Ráði hafa mikla reynslu af fræðslu og kennslu varðandi jafnlaunastaðalinn. Fræðsla og kennsla er stór hluti af daglegri vinnu ráðgjafa sem hafa einnig sinnt kennslu og námskeiðahaldi, m.a. hjá

  • Opna háskólanum
  • Endurmenntun HÍ
  • Staðaráði Íslands
Loading...
Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...