fbpx

Þjálfun og fræðsla

Til að tryggja skilvirkni og að kerfi séu að fullu innleidd skiptir miklu máli að auðkenna þörf fyrir þjálfun. Kortleggja þarf hlutverk og skipuleggja fræðslu og kynningar til starfsfólks.

Fyrsta skref í öllum innleiðingarverkefnum er að kortleggja þörf á fræðslu. Mikilvægt er að öll þau sem koma að því að innleiða og starfrækja kerfi komi að borðinu þegar innleiða skal breytingar sem þessar. Hópar og þarfir þeirra eru mismunandi og því er nauðsynlegt að sett verði saman fræðsluefni sem hentar hverjum hópi og einingu fyrir sig.

Vinnustofur með stjórnendum

Að innleiða og starfrækja jafnlaunakerfi felur í sér stefnumörkun um jafnréttismál. Eitt af stærstu verkefnunum í þeirri vegferð er að ákveða aðferðafræði við að meta og bera saman sömu og jafn verðmæt störf. Í gegnum okkar samstarf við fjölda viðskiptavina höfum við þróað vinnustofu sem er sérsniðin að því að veita öllum stjórnendum sem koma beint eða óbeint að launaákvörðunum þá nauðsynlegu fræðslu sem þau þurfa til að hefjast handa. Því næst er hópurinn leiddur í gegnum ferli til að taka afstöðu og ákvarðanir sem endurspegla starfsemi og vinnustaðamenningu á þeirra vinnustað. Markmið með vinnustofum er m.a. að

 • Tryggja nauðsynlega þekkingu á uppbyggingu jafnlaunastaðals
 • Fara yfir aðkomu og hlutverk stjórnenda
 • Fá ólík sjónarmið upp á borðið við mikilvægar stefnumarkandi ákvarðanir
 • Tryggja sameiginlegan skilning á niðurstöðu og næstu skrefum

Starfsmannakynningar

Hvernig á að mæta væntingum starfsfólks gagnvart jafnlaunakerfum og svara þeirra helstu spurningum? Oft reynist erfitt að vita hverjar spurningar og áhyggjur starfsfólks eru eru því þær berast ekki inn á borð stjórnenda fyrr en ákveðin óánægja er orðin ríkjandi á vinnustaðnum og þá getur verið áskorun að hafa áhrif á álit starfsfólks á kerfinu. Algeng vandamál eru að fólk upplifir að það fái takmarkað aðgengi að upplýsingum, telji skorta gagnsæi í launasetningu eða er tortryggið í garð vinnuveitenda.

Eitt af þeim tækifærum sem stjórnendur hafa er að upplýsa um ásetning sinn og að sú vinna sem lögð er í jafnlaunakerfið snýst um að tryggja jafnrétti á vinnustað. Kynningar þurfa að fjalla efnislega um innihald jafnlaunakerfa og sýna fram á áætlanir sem liggja fyrir til að vinna að jafnrétti. Við hjá Ráði höfum komið inn á fjölda vinnustaða með kynningar fyrir starfsfólk þar sem við fjöllum um aðferðafræði og markmið út frá stefnu fyrirtækja. Efni kynninga getur falið í sér t.d.

 • Aðferðafræði mats á störfum
 • Niðurstöður launagreininga og aðferðafræði
 • Stefnu, markmið og áætlanir og til hvers þær eru fallnar
 • Fræðslu um fjölbreytileika og jafnrétti á vinnustöðum

Þjálfun ábyrgðaraðila jafnlaunakerfa

Þegar mannabreytingar verða hjá fyrirtækjum sem reka jafnlaunakerfi er mikilvægt að tryggja að aðilar sem fá hlutverk innan kerfanna fái viðeigandi þjálfun til að sinna sinni ábyrgð. Við höfum kappkostað við að kortleggja vandlega þá þekkingu sem er nauðsynlegt að hafa innanhúss til að tryggja skilvirkan rekstur jafnlaunakerfa.

Þjálfun felur oft í sér að lóðsa nýja aðila í gegnum uppbyggingu kerfa og kynningu á þeirri aðferðafræði sem stuðst er við. Atriði sem geta falist í slíkri þjálfun eru til dæmis

 • Fræðsla um jafnréttislöggjöf og regluverk í tengslum við jafnlaunakerfi
 • Fræðsla um uppbyggingu stjórnunarkerfa og kröfur Jafnlaunastaðals
 • Þjálfun í framkvæmd innri úttekta
 • Þjálfun í undirbúningi, framkvæmd og eftirfylgni launagreininga
 • Aðstoð við undirbúning rýni stjórnenda

Fræðsluáætlanir

Ráður er í aðili að verkefni sem kallast fræðslustjóri að láni (FAL). Fræðsluþörf er þá kortlögð í stærra samhengi og sett fram áætlun sem nær til allrar starfseminnar. Þátttaka í FAL er niðurgreidd af fræðslusjóði. Lesa má nánar hér: Fræðslustjóri að láni.

Ráðgjafar hjá Ráði hafa mikla reynslu af fræðslu og kennslu varðandi Jafnlaunastaðalinn. Fræðsla og kennsla er stór hluti af daglegri vinnu ráðgjafa sem hafa einnig sinnt kennslu og námskeiðahaldi, m.a. hjá

 • Opna háskólanum
 • Endurmenntun HÍ
 • Staðlaráði Íslands
Loading...
Scroll to Top

BÓKA RÁÐGJÖF

Loading...