Setjum jafnrétti á dagskrá
JAFNLAUNAKERFI
INNRI ÚTTEKTIR
LAUNAGREINING
ÞJÁLFUN OG FRÆÐSLA
FRÉTTIR
Kynja- og jafnréttissjónarmið í stefnumótun
Síðastliðna 6 mánuði hefur hópur sérfræðinga á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar unnið skýrslu um stöðu jafnréttissjónarmiða við innleiðingu
Gleðilega hátíð
Nú líður árið 2023 senn á enda og við viljum taka okkur stund til að þakka fyrir
Mannauðsdagurinn 2023
Ráður sótti mannauðsdaginn í Hörpu þriðja árið í röð föstudaginn 6. október. Mannauðsdagurinn er orðinn ómissandi þáttur
SPURT OG SVARAÐ
Jafnlaunastaðall er stjórnunarstaðall um launamyndun sem gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að koma upp, innleiða, viðhalda og bæta stjórnun jafnlaunamála hjá sér og afla sér eftir atvikum vottunar,
Með innleiðingu jafnlaunastaðals er verið að tryggja að fyrirtæki og stofnanir uppfylli 6. grein jafnréttislaga (150/2020) sem hljómar svona :
- Konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
- Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
Öll íslensk fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn þurfa að innleiða jafnlaunastaðal samkvæmt uppfærðum jafnréttislögum sem tóku gildi 1. janúar 2018.
Athuga að fyrirtæki eða stofnanir með 25 til 49 starfsmenn geta valið á milli að fá jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Lesa nánar hér.
Engum er skylt að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf við innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Hins vegar er það skylda æðstu stjórnenda að leggja til þær auðlindir sem nauðsynlegar eru til að innleiða og starfrækja jafnlaunakerfi. Getur það oft reynst farsælt að fá aðstoð sérfræðinga við að þjálfa upp starfsfólk og leiða innleiðingarferlið. En stuðningurinn og skuldbindingin þarf að berast frá æðstu stjórnendum og nauðsynlegt er þjálfa starfsfólk fyrirtækisins í að starfrækja kerfið.
Þessi spurning er mjög algeng, sem og hvað kostar það mikið. Svarið við þeim báðum er: það fer algjörlega eftir því hversu mikil vinna er fyrir höndum. Það fer eftir því hversu faglega er staðið að umgjörð og skjalfestingu ferla, uppfærslu á starfslýsingum og kortlagningu á launaákvörðunum. Stutt svar er, það tekur á bilinu 3 mánuði upp í 3 ár, en gott er að miða við ár í innleiðinguna sjálfa.
Rekstur er flókinn og margþættur og það er alltaf nóg að gera hjá öllum. Það þarf að gera ráð fyrir því að innleiðing taki tíma og taka frá tíma í dagatalinu. Það hjálpar að hafa skýran ramma fyrir innleiðingu og þá er tilvalið að geta leitað til fagaðila sem þekkja ferlið vel. Góður ráðgjafi getur sparað þér tíma. Ráðgjafi einn og sér dugar þó ekki og því er mikilvægt að þetta sé verkefni sem liggi ekki á herðum eins aðila, aðila sem jafnvel er með of mikið á sinni könnu fyrir.
Við mælum með því að innleiðingarteymi vinni jafnt og þétt að innleiðingu og að verkskipting sé skýr. Jafnréttismál þurfa á athygli okkar að halda og því er best að nýta tækifærið og gera þetta almennilega.
Í einföldu máli lýsir verklag hvernig ferli skal framkvæmt. Verklagsregla tryggir að ferlið sé framkvæmt á réttan hátt og sé samræmi við viðeigandi kröfur.
Jafnlaunastaðallinn krefst að skilgreint sé verklag um:
- Skjalastýringu
- Stýringu skráa
- Innri úttektir
- Lagalegar kröfur og hlítingu
- Frábrigði, úrbætur og forvarnir
- Samskipti og upplýsingamiðlun
- Flokkun starfa
- Launaákvarðanir
- Launagreiningar
Innri úttekt er ferli sem jafnlaunastaðallinn krefst að sé skilgreint og skjalfest. Þetta er kerfisbundin rannsókn sem snýst um að tryggja að verið sé að starfrækja jafnlaunakerfið á réttan hátt og leita tækifæra til umbóta. Skiptaður er úttektaraðili sem framkvæmir úttekt með því að afla sannana og meta hvort skilgreind úttektarviðmið séu uppfyllt.
Jafnlaunamerki er veitt skipulagsheildum sem hlotið hafa faggilda vottun á jafnlaunastaðli ÍST 85:2012. Jafnréttisstofa veitir heimild til notkunar merkisins liggi viðunandi gögn fyrir frá vottunaraðila. Lögun merkis minnir á pening og gefur til kynna að þar sé að sjá tvo brosandi einstaklinga sem metnir eru jafnt að verðleikum.
Vottunarstofa sem hefur öðlast faggildingu hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu eða sambærilegum aðila á Evrópska efnahagssvæðinu.
Faggildar vottunarstofur sem geta annast vottun á jafnlaunakerfum eru:
BSI á Íslandi
iCert
Versa Vottun
Vottun hf
Jafnlaunastaðfesting er staðfesting Jafnréttisstofu á því að skilyrðum sem tilgreind eru í jafnréttslögum nr. 150/2020 (2. málsgrein, 8. grein) séu uppfyllt varðandi bann við mismunum á grundvelli kyns.
Jafnlaunavottun er skrifleg staðfesing vottunaraðila á því að skipulagsheild uppfylli allar kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012 og hafi farið í gegnum formlegt vottunarferli þar á.